top of page

Okkar saga

Við erum hópur fimm nemenda Verzlunarskólans sem vilja skapa vöru sem hefur bæði skemmtana- og menntunargildi fyrir börn. Okkar verkefni snýst um að endurskapa hinar sívinsælu barnamottur og færa þær nær íslenskum raunveruleika. Við viljum að mottur, sem áður voru bara skemmtilegar, verði líka fræðandi og gefi börnum tækifæri til að kynnast nærumhverfi sínu í gegnum motturnar.

​

Hugmyndin kviknaði út frá einfaldri spurningu: Af hverju spegla þessar vinsælu mottur ekki umhverfið sem börnin alast upp í? Þarna sáum við tækifæri. Með því að hanna motturnar út frá raunverulegum hverfum og borgum á Íslandi gefur það þeim mun meira gildi. Við trúum því að börn eigi auðveldara með að tengjast eigin samfélagi ef þau fá tækifæri til að læra um það á skapandi hátt. Þau fá ekki bara innsýn í götur, kennileiti og sögulega staði heldur einnig betri skilning á borgarlandslaginu sem þau eru hluti af. Þetta stuðlar að sterkari rýmisgreind, sjálfstæði og öryggi, auk þess að hjálpa þeim að læra um íslenska menningu og umhverfi.​

​

🚗 Leikum, lærum og uppgötvum saman! 💛

Computer Office Work

Teymið okkar

bottom of page