Okkar markmið


Okkar helstu markmið
Fyrirtækið vinnur að fjölmörgum markmiðum, þar á meðal að hjálpa börnum að kynnast umhverfinu sínu betur og öðlast dýpri þekkingu á kennileitum hverfisins. Umhverfisvitund skiptir miklu máli og getur verið afar dýrmæt fyrir börn frá unga aldri. Með aukinni vitund um umhverfi sitt geta börn staðsett sig auðveldar, sem gæti reynst sérstaklega gagnlegt ef þau týnast. Þannig geta þau nýtt sér þá þekkingu sem þau hafa aflað sér og fundið leiðina til baka eða leitað aðstoðar á markvissari hátt. Annað markmið okkar er að vekja með fullorðnum ákveðna nostalgíutilfinningu. Við framleiðslu mottunnar sækjum við innblástur í sígilda hönnun sem margir kannast við, en endurgerum hana með nútímalegum blæ. Við viljum einnig kanna möguleikann á að endurvekja nostalgísk leikföng og skapa þessa tilfinningu á enn stærri skala.
Framtíðarsýn okkar er að þróast sem leikfangafyrirtæki sem sameinar nostalgíu og nútímalega hönnun.